Sláturgerð

02/10/2014

Allir nemendur koma að því að gera slátur og sviðasultu. Gaman er að halda í gamlar hefðir en verst er að ekta vambir eru ekki fáanlegar, eingöngu er boðið upp á gervivambir.

Próf í ræstingu

09/10/2014

Nemendur draga verkefni sem þeir inna síðan af hendi td. að ræsta stofu og strauja skyrtu., eða fægja silfur og ræsta WC og svo framvegis.

Foreldraboð

10/10/2014

Nemendur sem eru í matreiðslu eru með matarboð fyrir aðstandendur. Þetta er langur og ánægjulegur dagur þar sem nemendur næta kl. 08:00 og eru ekki búnir fyrr en kl. 22:00.

Próf í matreiðslu

14/10/2014

Nemendur draga um verkefni og kemur prófdómari utan úr bæ og metur getu nemenda. Nemendur draga verkefni. Prófdómari og kennari meta þá rétti sem eldaður er.

Vetrarfrí

15/10/2014 til 17/10/2014

Þriggja daga vetrafrí.

Nemendaskipti

20/10/2014

Nemendur úr handavinnu fara í eldhús og eldhúshópur fer í handavinnu.

Próf í næringarfræði

25/11/2014

Kennslubókin heitir Lífsþróttur. Höfundur Ólafur Gunnar Sæmundsson.

Próf í vörufræði

26/11/2014

Kennslubókin heitir Vöru og neytendafræði fyrir skóla og almenning. Höfundur Bryndísi Steinþórsdóttir.

Laufabrauðsbakstur

27/11/2014

Nemendur búa til deig, fletja út, skera út og skreyta laufabrauð. Laufabrauðið steikt. Borðað er hangikjöt, kartöflur og jafningur ásamt því meðlæti sem á við með hangikjöti ásamt nýsteiktu laufabrauði.

Prófasýning

02/12/2014

prófasýning þ.e. bóklegu fögin.

Pages

Subscribe to Hússtjórnarskólinn í Reykjavík RSS